Markmið

Gríðarlegt magn af roði fellur til sem hliðarafurð í sjávarútveginum. Á sama tíma fyllast landfyllingar af endingarlitlum textíl. Með því að framleiða leður úr roði í stærri einingum má leysa þessi vandamál. Okkar markmið er að bjóða framleiðendum upp á slitsterkt og létt leður í metravís. Hægt verður að fá ýmsar þykktir, liti og munstur. Hráefnið er afgangs roð og afskurður frá fiskvinnslum. Notast verður við náttúruvæn efni eftir fremsta megni.


Nanna Lín nafnið

Fáar sögur fara af goðinu okkar Nönnu og ber þeim ekki öllum saman. Þó sammælast frásagnirnar um eitt. Þegar Nanna sendi Frigg, tengdamóður sinni, gjöf var það ripti (lín) af bestu gerð. Gjafir Nönnu voru fleiri en ávalt er skýrt tekið fram hve vandað riptið var. Frigg er sögð gyðja fjölskyldu og heimilis en Nanna gyðja hafsins. Því má líta á Nanna Lín vöruna sem gjöf frá hafinu til okkar allra.